mánudagur, júlí 05, 2004
Af tónlistarsumrinu mikla 2004
Nú hafa örugglega þessir þrír sem nenntu yfirhöfuð að lesa þetta klór hjá mér hætt að nenna að tékka á síðunni hjá mér vegna aðgerðaleysis undirritaðs. En ég er nú búinn að gera víðreist í millitíðinni. Brá mér suður á flata landið og dvaldi í borg óttans um vikutíma og tókst þar að sjá nokkur gömul brýni troða upp í Laugardalshöllinni (Deep Purple). Megi yngri sveitir taka þá sér til fyrirmyndar hvað hressleika varðar. Frábærir tónleikar. Slógu samt ekki út Iron Maiden á Roskilde í fyrra. Ennfremur sá ég á Grand Rokk þær ágætu sveitir Týr og Douglas Wilson sem að klikkuðu ekki heldur. Ef að þetta væri nú ekki nóg brá ég mér á landsmót Snigla í Húnaveri um helgina. Þar var ásamt Sniglabandinu mættur gítargúrúinn Guðlaugur Falk með sveitir sínar Exist og Dark Harvest og fóru þær á kostum eins og viðbúið var. Bara svo að ég nefni það einu sinni enn, ég sá Metallica í fyrra. Nenni ekki að tala um pólítík og fótbolta að þessu sinni.
|
|